Markmið: Frístundastarf fyrir fjölskyldur. Stutt lýsing: Koma til móts við fjölskyldur og virkja þær til þátttöku í skipulögðu frístundastarfi til að stuðla að inngildingu. Vinna gegn félagslegri einangrun. Búa til vettvang þar sem einstaklingar og fjölskyldur geta hist með börnin sín, kynnst öðrum einstaklingum og fjölskyldum og myndað tengsl í nærsamfélaginu. • Ábyrgð: Mennta- og tómstundasvið • Framkvæmdaraðili: Mennta- og tómstundasvið og velferðarsvið • Dæmi um samstarfsaðila: Bókasöfn Suðurnesjabæjar, íþróttahús, útisvæði, tónlistarskólar • Tímabil: september – maí 2025 • Tenging við aðrar stefnur/áætlanir: Framtíðarsýn íþróttamála • Tenging við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: #10 aukinn jöfnuður • Tillaga að fjármögnun: Styrkumsóknir • Mælikvarði: Líðan og virkni íbúa?
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation