Á hitaveitustokkun frá Vífilsstaðarlæk að Hraunhólum eru lokunargrindur rétt við brúna yfir lækinn. Þessar grindur eru algerlega óþarfar þar sem vel sést til allra átta á þessum stað og því ekki nauðsyn að hamla þarna umferð hjóla en þessar grindur eru svo þéttar að ekki er hægt að hjól í gegnum þær með góðu mót og því fara allri fram hjá grindunum og þar með er alltaf moldarflag við þessa boga. Sjá mynd.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation