Þessir bogar gera það að verkum að aldrei er ruddur snjór af stígunum úr Faxatúni og Aratúni yfir í á stíginn meðfram Túnunum. Ef settar eru grindur sem hægt er að opna í stað þessara föstu boga væri hægt að opna fyrir snjóruðningstæki. Þetta torveldar hjólanotkun þessa leið á veturna og svo ekki sé talað um þá sem vilja nota léttitæki fyrir fatlaða. Þar fyrir utan eru grindurnar sem eru þana á stígunum svo nálægt hvor annarri að ill mögulegt er að komast milli þeirra á hjóli.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation