Ég legg til að aldursbilið verði breikkað fyrir frístundastyrk frá Garðabæ. Leikskólabörn þurfa líka hreyfingu og sem betur fer er margt í boði fyrir þau, en afhverju er þá ekki frístundastyrkur í boði? Nokkur bæjarfélög (Hveragerði, Snæfellsbær og Vogar t.d) eru með frístundastyrk í boði frá 0 ára og mér finnst að Garðabær ætti einnig að taka það upp.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation