Algengt er að Að sumarlagi er algengt að göngustígur suðaustan við Unnargrund sé misnotaður af "skellinöðrum" og ýmsum ökutækjum sem aka niður hallann á miklum hraða og skapa stórhættu fyrir gangandi vegfarendur. En slík farartæki eru bönnuð á göngugstígum. Nauðsynlegt er að setja upp einhverskonar hindranir og merkingu til að koma í veg fyrir slys.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation