Hringtorg/undirgöng/úrbót á gönguleið milli Urriðaholts & Odds yfir Flóttamannaveg. Fólk keyrir hratt þar um og akkurat við beyjuna innað Oddi er blindhæð og það er stórhættulegt fyrir fólk að labba þarna yfir. Hvað þá þegar er verið að senda börn þarna yfir sem er orðið mjög mikið um vegna frábærs barnastarfs sem Oddurinn er með núna. það er tímaspursmál hvenær barn verður fyrir bíl þarna. Ég vil sjá úr þessu bætt fyrir opnun vallarains í sumar svo ég geti verið róleg að senda mín börn á æfingu
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation