Hjólabraut við Lundaból

Hjólabraut við Lundaból

Klára hjólabraut við Lundaból

Points

Við íbúar við Hofsstaðahæð höfum í á annan áratug varið háhæðina sem náttúruvin með útsýni til allra átta með undirskriftum og fundum. Lundabúar njóta útivistar á hæðinni í gróðri og næði og hafa beðið um að hæðinni sé hlíft, að hún fái að halda sér villt, með stígum sem líka má rölta um og trjágróðri sem hefur tekið mikið við sér í gegnum árin. Síðasta áhlaup á hæðina var utan skipulags en nú hefur tekist samkomulag um gróðursvæði á háhæðinni fyrir alla. Við vonum að það standi.

Það var byggð fullbúin hjólabraut fyrir börn á Hofstaðahæð (við Lundaból) í góðu samstarfi skilpulagsyfirvalda, garðyrkjustjóra og íbúa árið 2019. Því miður voru unnar miklar skemmdir á brautinni sl. haust og gróður fjarlægður af stórum svæðum í leyfisleysi. Það hefur nú þegar verið samþykkt að laga þessar skemmdir og koma hjólabrautinni í því sem næst samt horf. Það er enginn húmor fyrir því a fá mótorhjólabrautina sem var fjarlægð frá Garðaskóla vegna umgengnisvandamála setta niður á Hæðinni.

Klára hjólabraut við Lundaból

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information