Tjarnarstígur / Forsetastígur

Tjarnarstígur / Forsetastígur

Nýr göngu-, hjólreiða- og hjólastólastígur með nokkrum áningastöðum meðfram bakka Lambhúsatjarnar á milli Sjálands og hringtorgs fyrir framan Bessastaði. Sérstaklega hugsað sem falleg útivistarleið með útsýni yfir á Bessastaði og Bessastaðanes sem skapar skemmtilegan göngu- og hjólreiðahring í kringum Gálgahraunið. Hægt verður að velja styttri hring í hvorn enda um leið C (Sjá teikningu). Þessi stígur gæti orðið mikið aðdráttarafl, enda vantar vel aðgengilegan útsýnisstað gegnt Bessastöðum.

Points

Tjarnarstígur/Forsetastígur myndi fara að stórum hluta eftir núverandi göngustígum og gera þá aðgengilega fyrir alla með bundnu slitlag, jafnt gangandi hjólandi og fyrir fólk í hjólastólum. Hægt er að leggja stíginn í tveim áföngum, þ.e. leið A og C eða B og C. Með gróðurvinjum runna og trjáa á nokkrum stöðum á leiðinni mætti skapa skemmtilega áningastaði til að setjast niður og njóta útsýnis. Lýsing á stígnum væri æskileg, enda afar fallegt að horfa yfir til Bessastaða þegar skyggja tekur.

Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information