Nýr göngu-, hjólreiða- og hjólastólastígur með nokkrum áningastöðum meðfram bakka Lambhúsatjarnar á milli Sjálands og hringtorgs fyrir framan Bessastaði. Sérstaklega hugsað sem falleg útivistarleið með útsýni yfir á Bessastaði og Bessastaðanes sem skapar skemmtilegan göngu- og hjólreiðahring í kringum Gálgahraunið. Hægt verður að velja styttri hring í hvorn enda um leið C (Sjá teikningu). Þessi stígur gæti orðið mikið aðdráttarafl, enda vantar vel aðgengilegan útsýnisstað gegnt Bessastöðum.
Tjarnarstígur/Forsetastígur myndi fara að stórum hluta eftir núverandi göngustígum og gera þá aðgengilega fyrir alla með bundnu slitlag, jafnt gangandi hjólandi og fyrir fólk í hjólastólum. Hægt er að leggja stíginn í tveim áföngum, þ.e. leið A og C eða B og C. Með gróðurvinjum runna og trjáa á nokkrum stöðum á leiðinni mætti skapa skemmtilega áningastaði til að setjast niður og njóta útsýnis. Lýsing á stígnum væri æskileg, enda afar fallegt að horfa yfir til Bessastaða þegar skyggja tekur.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation