Miðbær í Garðabæ

Miðbær í Garðabæ

Það vantar sárlega miðbæ í Garðabæ. Vantar einhverja heildarsýn og útfærslu á Garðatorgi. Yfirbyggða svæðið býður uppá mörg tækifæri til að búa til skemmtilegt og lifandi svæði fyrir íbúana. Ef húsnæðið væri lagað og heildarsýn kynnt þá myndi það laða að fleiri veitingastaði og verslanir og um leið færa líf í svæðið. Þarf að hugsa allt svæðið sem eitt, tengja saman nýja verslunarkjarnann við yfirbyggðu kjarnana með fallegum göngustíg og bua til aðlaðandi og öruggt umhverfi.

Points

Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information