Með aukinni hjólaumferð meðfram sjónum (Kársnes - Arnarnes (göng) - Sjáland) myndi skýr aðgreining göngu- og hjólastígs og sér akreinar á hjólastíg (eins og er víða erlendis) draga úr slysahættu og auðvelda þeim sem ferðast á ólíkum hraða, ekki síst börnum og þeim sem hjóla til og frá vinnu, að nota stígana.
Þessi hugmynd er á framkvæmdaáætlun Garðabæjar og fer því ekki áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation