Infrarauð sauna og sturtur í útiklefa við Álftaneslaug.

Infrarauð sauna og sturtur í útiklefa við Álftaneslaug.

Álftaneslaug er frábær sundlaug en það má alltaf gera betur. Það væri frábært að fá infrarauðan saunaklefa, eins og er í Ásgarðslaug. Auk þess vantar sturtur í útiklefana sem nú þegar eru til staðar.

Points

Það er enginn sem notar útiklefana í Álftaneslaug þar sem að engar sturtur eru þar. Þessu ætti að vera auðvelt að kippa í liðinn og bæta við þó ekki væri nema 2 sturtum í hvorn klefa. Það er mikil heilsubót að nota útiklefa og synd að vera með þetta rými til staðar sem stendur autt og ónotað frá opnun laugarinnar sem er annars mjög vinsæl. Eins er mjög mikil ásókn í gufuna á meðan að eimbaðið er nánast alveg ónotað og væri því infrarauð sauna mikil búbót líka.

Útiklefarnir á Álftanesi hafa verið algjörlega vannýttir þar sem engar sturtur eru þar. Það yrðu miklar bætur að koma fyrir sturtum þar og myndi stuðla að betri nýtingu á klefunum, sem er eins og fyrr segir nánast engin í dag. Útiklefar gefa vellíðan og hreysti. Infrarauð sauna myndi líka bæta mjög mikið aðstöðuna og heilsu íbúa.

Kæri hugmyndasmiður. Hluti af hugmynd þinni, sturtur í útiklefa við Álftaneslaug, hefur verið valinn áfram í kosningu Betri Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Góð hugmynd, sérstaklega að fá sturtur í útiklefa

Það vantar sturtuaðstöðu í útiklefa á Álftanesi. Þeir eru lítið notaðir af þeim sökum. Eins vantar að samræma opnunartíma íþróttamannvirkja í Garðabæ

Þetta væri risaskref fyrir lyðheilsu

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information