Aðstaða fyrir sjósunds- og sjóbaðsiðkendur í Helguvík

Aðstaða fyrir sjósunds- og sjóbaðsiðkendur í Helguvík

Mikill áhugi er á sjósundi og sjóböðum á Álftanesi. Þar er m.a. starfræktur öflugur félagsskapur sem fer reglulega í Helguvík, á suðurnesinu. Þar vantar alla aðstöðu t.d. bætt aðgengi að fjörunni, bílastæði, skýli með snögum, sturtur og húsnæði fyrir iðkendur. Stöðugt fjölgar í hópi þeirra sem stunda þessa iðju, enda er um að ræða mikla heilsubót. Helguvík hentar vel, þar er stöðugur botn og sjávarföll frekar útreiknanleg. Mælingar hafa sýnt að um er að ræða hvað hreinasta sjóinn á svæðinu.

Points

Fullkomin staður fyrir sjósund. Lítil mengun , örugg fjara , heit og góð leira í botni . Stór hópur hefur stundað þarna sjósund , bætt líkamlega og andleg heilsa eru afrakstur sjósunds . Það væri fullkomið að hafa gott aðgengi að víkinni okkar fögru , og aðstöðu fyrir bíla og fataskpti auk þess að fá rennandi vatn til þess að skola sandinn af búnaðinum. Heilbrigði bæjarbúa skiptir öllu máli :)

Mjög skemmtilegt að stunda sjósund í Helguvík. Sjórinn og náttúran á þessu svæði gefur svo mikla orku. Miða við fjöldann sem stundar sjósund á Álftanesi og hve léleg aðstaðan er þá er þetta þess virði að skoða.

Kæri hugmyndasmiður. Þín hugmynd hefur verið valin áfram í kosningu Betri Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar,  www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.

Væri frábært

Þarft og gott verkefni

Frábært verkefni. Hvetur til útivistar og eykur lífsgæði þeirra sem munu nýta það. Ávinningur langt umfram kostnað.

Dreymir um aðstöðu snaga rennandi vatn sæti - gufubað rekin af sjalfboðaliðum ;-) en kostað með styrk fra bænum

Sjósund er frábær heisubót og dýrmætt að hafa góða náttúrulega aðstöðu í svo stuttu færi. Aðgengið getur þó verið enn betra og mundi skjólveggur, smá skýli fyrir veðri og vindum hjálpa mikið til að gera upplifunina betri og öryggið meira.

Til að efla þátttöku i sjósundi, sem er allra meina bót, þá vantar alla aðstöðu á Álftanesið. Í Helguvík á Álftanesi eru kjöraðstæður fyrir sjósund og væri frábært ef ekki þyrfti að keyra alla leið í Nauthólsvík. Ekki þarf mikið til að bæta aðstöðuna, skýli þar sem hægt er að skipta um föt væri frábært. Eins og er þá er verið að þurrka sér í fjörunni sem getur oft verið nokkuð flókið. Með von um betri aðstöðu. Sigríður Rósa meðlimur í Ránardætrum

Flott aðstaða i Helguvík til að stunda sjóböð og nauðsynleg fyrir marga að stunda svona kælingu. En það sem vantar er gott aðgengi út að sjó og aðstaða til að skipta um föt. Klárlega komin tími á að framhvæma góða aðstöðu!

Helguvík er fullkomin fyrir sjósundsiðkun og er hún nýtt mjög mikið af öflugu sjósundsfélagi Ránardætra á Álftanesi. Sjósund hefur rutt sér til rúms sem ódýr, aðgengileg og umbreytandi heilsubót um land allt. Þarna vantar sárlega skjól til að skipta um föt, rennandi vatn til að skola búnað, og bílastæði. Draumurinn væri svo heitur pottur og eða gufubað. Skora á bæjaryfirvöld að hefja upp þennan forna sundstað þar sem börn lærðu að synda á Álftanesi í den!

Mæli með að þetta verkefni verði að veruleika! Það væri frábært fyrir núverandi iðkendur sjósunds að fá góða aðstöðu við Helguvík og virka sem hvatning fyrir nýliða til að dýfa sér í þessa einstöku heilsubót. Lýðheilsumál fyrir sveitarfélagið :)

Frábær hugmynd

Væri geggjað að fá betri aðstöðu þarna í þessa fallegu vík til að geta dýft sér eða synt í sjónum

Þarna væri hægt að byggja upp frábæra sjósundsaðstöðu án mikillar fyrirhafnar. Byrja smátt og auka svo í - leiðinlegt að þurfa að fara alla leið í Nauthólsvík ef mann langar að hita svo upp í heitum potti! En bílastæði og skjól til fataskipta væri frábær byrjun!

Frábær strönd, en engin aðstaða fyrir sundfólkið.

Ég er ein af þeim sem nýti Helguvíkina mikið við sjóiðkun, hún hentar ákaflega vel til sjóbaða en það vantar alveg öruggt aðgengi og aðstöðu.

Það eru góðar aðstæður til að fara í sjóinn þarna en skiptiklefi væri góð viðbót.

Helguvík (Leiran) er frábær staður til sjósundsiðkunnar en vantar alla búningsaðstöðu.

Bráðnauðsynlegt fyrir líkama og sál. Hef stu ndað sjósund í 9 ár og aldrei verið betri.

Styð þetta!

Heilsuefling fyrir íbúa hvort sem er á Álftanesi eða í Garðabæ sem yrði eflaust meira stunduð ef það væri aðstaða til þess.

Frábær hugmynd! Helguvík er góður staður til að gleyma borgarlífinu í smástund, en væri enn betri með lágmarksaðstöðu fyrir hörkutólin sem synda þar allt árið.

Sjósund er heilsu- og mannbætandi. Upp með aðstöðu á Álftanesi!

Frábært 👍👍 Sjósund aðstaðir á fleiri stöðum er nauðsynilegt

Frábær aðstaða fyrir sjósund en vantar búningsaðstöðu

Einstaklega örugg vík enda notuð til að kenna börnum sund hér áður. Frábær aðstaða fyrir sjósund en enginn önnur aðstaða. Það væru frábær fyrstu skref að fá bílastæði og einhverskonar búningaskipta aðstöðu. Draumurinn væri að hafa heitann pott / fiskikar í flæðamálinu :)

Þetta steinliggur, vantar bara aðstöðu

Mikið væri nú gaman ef gamla Haukshús fengi nýtt hlutverk fyrir þennan öfluga hóp sem stendur að baki Ránardætrum. Aðstaðan til sjósunds þarna í fjörunni er til fyrirmyndar og þetta glæsilega hús myndi sóma sér vel undir þetta starf.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information