Garðbæingar hafa verið duglegir að fjölga hundum í bænum og nú vantar sárlega leikvelli fyrir þessa nýju íbúa. Hundar þurfa að geta hreyft sig taumlausir og eini staðurinn er Bali sem nú er mikið notaður. Þar er aftur á móti ekkert æfingasvæði og svæðið oft yfirfullt. Það eru margir hundaeigendur sem myndu fagna þessum hundasvæðum. Garðabær myndi vera til fyrirmyndar fyrir önnur sveitarfélög á landinu.
Þessi hugmynd er sambærileg annarri hugmynd sem fer áfram í kosningu í lýðræðisverkefninu Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
Það mætti nota Hundagarðinn Stellulund á Stykkishólmi sem gott dæmi. Það þarf að vera nóg pláss fyrir allar gerðir hunda að hlaupa, bekkir fyrir eigendur og einhver gróður eins og tré eða runnar fyrir skjól. Og svo auðvitað nóg af ruslafötum.
Þetta er nauðsynlegt, minnkar álag á stíga þar sem að gangandi og hjólandi fer fjölgandi á stígum
Sárvantar svæði fyrir hundafólk að geta sleppt hundunum lausum og leyft að hlaupa frjálsir
Hundahald er mjög almennt í Garðabæ og það væri frábært að fá stað þ.s. fólk gæti hist með hundana sína. Góð umhverfisþjálfun og félagsskapur.
Væri frábært að fá vel girt svæði fyrir hunda til að hlaupa og leika sér taumlausir. Sumstaðar þekkist það að ákv tími á ákv dögum eru fyrir td smáhunda - ég hef svo sem ekkert á móti slíku fyrirkomulagi. Aðalmálið er hundarnir fái sitt svæði.
Sárvantar hundasvæði. Hundar þurfa að geta hreyft sig taumlausir. Hundar þurfa að læra að umgangast aðra hunda.
Sárvantar hundasvæði. Hundar þurfa að geta hreyft sig taumlausir. Hundar þurfa að læra að umgangast aðra hunda.
Væri frábært að fá 1-2 stór hundagerði í garðabæ eða svæði án girðingar þar sem má vera með lausa hunda. Svo gaman að koma saman og kynnast öðrum hundaeigendum :)
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation