Nýta bílaplanið á Garðatorgi til að setja upp tónlistarhátíð á sumrin sem væri svipuð og Hjarta Hafnarfjarðar. Setja upp tjöld og fá listamenn til að spila tónlist, fá matar - og veitingavagna til að mæta á svæðið að selja veitingar.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
Kannski ekki Garðatorg, stjörnutorg væri betri staðsettning, wc aðstaða til staðar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation