Fá sundlaug í Urriðaholt. Þarf ekkert að vera stór. Bara brautir til að synda og heitir pottar.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
Sundlaug er mikilvægur vettvangur fyrir hreyfingu og í samskiptum fóks innan hverfisins.. Sparar óþarfa akstur og minnkar umferð inn og út úr hverfinu. Mótrök um plássleysi er fyrirsláttur. Grafarvogslaugin var byggð á sínum tíma þrátt fyrir háværar úrtöluraddir um plássleysi (=lítil lóð).
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation