Gera götuna Línakur, sem liggur fyrir ofan Leikskólann Akrar, að vistgötu þar sem gangandi vegfarendur og börn að leik hafa forgang umfram ökutæki. Mikill hraði er á ökutækjum á þessari götu þrátt fyrir að börn eru mikið að labba yfir götuna og leika sér í kring. Einnig er mikið um gangandi vegfarendur sem eiga leið þarna í gegn til að komast í Krónuna og bakaríið. Gera þyrfti breytingar til að draga úr hraða ökutækja. Hægt væri að helluleggja í stað malbiks, auka gróður, setja bekki.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation