Setja upp rennibraut niður annan af grænu geirunum í Urriðaholti. Í Urriðaholti er mikið um brekkur sem oft eru erfiðar fyrir litla fætur. Með svona rennibraut væri hægt að búa til hvata fyrir börnin að fara út að leika, labba með mömmu og pabba eða bara nýta sér hana á leið heim úr skóla. Myndin sýnir mögulega legu og hvernig væri hægt að reisa hana í áföngum. Hægt væri að byrja á gula eða græna leggnum en bæta hinum við síðar. Gert er ráð fyrir að þvera göngustíga og götur fótgangandi
Kæri hugmyndasmiður. Þín hugmynd hefur verið valin áfram í kosningu Betri Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
Með því að ráðst í Gula legginn er hægt að gera leikvöllinn sem er þar í brekkunni meira spennandi
Held að rennibraut yfir Holtsveginn og fleiri götur sé ekki góð hugmynd.
Frábær hugmynd!!
Hugmyndin var í upphafi að setja upp stoppistöðvar reglulega svo litlir fætur geri hvílt sig sambærilegt rebba og hænum eða rennibraut sem hér er lýst. Allt sem hvetur börn til að hreyfa sig.
Mjög góð hugmynd.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation