Það er alltof margar götur í Garðabæ þar sem hægri reglan gildir. Ökumenn utan þessara hverfa átta sig ekki alltaf á að það gildir hægri regla og skapar það hættu á mörgum gatnamótum. Endilega endurskoðið þetta með Vegagerðinni
Ég er sammála, erfitt að skilja innan gatna og bílastæða eins og í Sjálandinu hver eigi réttinn. Til dæmis þar sem keyrt er út frá Ísafold þar sem margir eldri borgarar keyra. Margir sem leggja fyrir framan íþróttahús Sjálandsskóla á götuna og það verður örtröð. Mikið um börn, kisur og eldra fólk sem labbar yfir götuna sem skapar hættu fyrir þau, svo þetta mætti vera miklu skýrara með fleiri merkingum svo augljóst sé hver eigi að bíða❤️
Einnig gæti bærinn sett skilti þar sem keyrt er inn í íbúðarhverfi þar sem hægri réttur er. Þetta gæti verið skilti sem standa og minna á hægri réttinn á skemmtilegan máta. Eins og Hér í þessu hverfi er Hægri rétturinn. Eða kannt þú hægri réttinn. Þetta þyrfti samt kannski að vera færanleg skilti því að það gætu sumið talið þetta kosninga áróður á kosningadegi.... En þá væri líka hægt að vera með skilti til mótvægis sem segir Varúð hægri rétturinn er hér við lýði.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
Frekar að ökumenn fylgi bara umferðarreglunum og virði hlgri réttinn 👊🏻 Þetta er ekki flókið.
Mjög mikilvæg að allt sé merkt eins og rétt skal vera
Mér finnst þetta einmitt eiga að vera öfugt. Fækka biðskildum og hafa hægri rétt allstaðar. Þannig er það í norðurlöndunum og umferðin gegnur mun hraðar fyrir. Hringtorgu eru sjaldséð því hægrirétturinn er virkur og virtur af öllum. Enda er hann allstaðar og svo fólk þarf ekki að hugsa hvað sé gildandi hverju sinni.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation