Það bráðvantar göngustíg meðfram Herjólfsbraut sem tengir Prýðahverfi við Hleinahverfi/Hrafnistu og útivistarsvæðið í Garðaholti. Göngufólk og hjólreiðafólk verður að ganga á götunni með tilheyrandi hættu.
Þessi hugmynd fellur ekki innan skilyrða lýðræðisverkefnisins Betri Garðabær og fer því ekki í kosningu. Margar hugmyndir sem féllu ekki innan skilyrða verkefnisins verður komið áfram til viðeigandi sviða innan sveitarfélagsins. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
Gjöra svo vel og klára þetta, búið að biðja um þetta í mörg ár og er óboðlegt eins og staðan er í dag.
Mikilvæg tenging Garðabæjar við Hafnarfjörð fyrir öll þau sem ferðast öðruvísi en á bíl. Í dag er einfaldlega ekki gert ráð fyrir öðru en bílum þarna. Það er hins vegar nægt pláss beggja megin til að gera vandaða göngu- og hjólastíga
Það vantar göngustíg - einföld rök. Mikið um gangandi og hjólandi fólk
Hættulegt fyrir gangandi og hjólandi. Bráðvantar göngu og hjólastíg.
Mikilvægt að bæta öryggi gangandi- og hjólandi á þessari leið sem er annars mikið notuð. Oft keyrt alltof hratt þarna í ofanálag.
Hættulegt fyrir fólk og gangandi að vera þar sem ekki eru gongustigar
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation