Legg til að reistur verði útsýnispallur yfir grjótgarðinn við fjörunna móts við Kasthúsatjörn. Áður fyrr var hægt að njóta fuglanna í fjörunni, síðar var reistur grjótvarnargarður, sem er ekki þægilegt að klifra uppá til að sjá niður í fjörunna. Þarna við bílaplanið við tjörnina hef ég horft á fólk með börn klifra á garðinum. Læt mynd af slíkum palli sem ég tók í Hrísey til skýringar.
Kæri hugmyndasmiður. Þín hugmynd hefur verið valin áfram í kosningu Betri Garðabæjar. Við þökkum þér kærlega fyrir þátttökuna í hugmyndasöfnun Betri Garðabæjar og vekjum um leið athygli á því að kosningahluti verkefnisins stendur yfir til og með 20. maí og hvetjum við þig til að taka þátt. Kynntu þér kosningarnar nánar á vef Garðabæjar, www.gardabaer.is. Með kveðju, verkefnahópur Betri Garðabæjar.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation