Aðgreina bílaumferð frá annarri umferð á Elliðahvamsvegi þar sem byggð sleppir. Vegurinn er mikið notaður til útivistar og slæmt að ekki sé aðgreining milli gangandi, hjólandi, hestamanna og akandi á þessum malarvegi. Sumstaðar skapast hætta þar sem ekki sést hvort bílar eru að koma á móti manni vegna trjágróðurs. Allra best væri að loka veginum fyrir umferð nú þegar búið er að rífa kofana.
Hætta getur skapast þar sem börn og aðrir lenda í flasinu á ökutækjum við Elliðahvamsveg.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation