Bílar keyra ansi hratt um Urðarbrautina og þar eru börn á leið í skóla, sund og tónlistarnám sem þurfa að fara yfir. Það þyrfti að lækka hraðatakmörk niður í 30 km/klst alla Urðarbrautina áður en það verður alvarlegt slys.
Bílar keyra ansi hratt um Urðarbrautina og þar eru börn á leið í skóla, sund og tónlistarnám sem þurfa að fara yfir. Norðanmegin er t.d. brekka sem dregur úr sýn ökumanna og hæfni þeirra til að bregðast hratt við þegar börn fara yfir, sem þau gera til að fara á Ærslabelginn, Bókasafnið, í Tónlistarskólann, Krambúðina eða skólann. Sunnanmegin er Kársnesskóli og börn sífellt hlaupandi yfir til Rútstúns og sundlaugarinnar. Þau nýta gangbrautir sem varla er stoppað við og fara ekki öll að ljósunum.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation