Einföld æfingaraðstaða fyrir líkamsþyngdaræfingar í dalnum við byrjun himnastigans. Fjöldi fólks labbar og/eða hleypur stigann á hverjum degi og með því að hafa aðstöðu neðst, sem allir geta nýtt sér til æfinga, geta einstaklingar styrkt efri líkama samhliða labbinu og/eða hlaupinu. Grind með stöngum í mismunandi hæðum og leiðbeiningar um einfaldar æfingar fyrir allan aldur. Aðstaðan getur einnig nýst sem vettvangur fyrir börn til að leika sér í og þannig virkt svæðið á tvo mismunandi vegu.
Virkilega góð leið til að auka möguleika fólks á líkamsrækt utandyra. Góð staðsetning þar sem fólk stundar nú þegar líkamsrækt á þessu svæði.
Frábært að fá fjölbreytta möguleika á líkamsrækt á frábærum stað
Ýta undir líkamsrækt og útivist. Fjöldi fólks fer stigann á hverjum degi og/eða á leið framhjá á hjóli eða hlaupum. Allir geta stoppað og gert styrktaræfingar bæði eftir æfingu og í miðri æfingu. Líkamsræktarkort óþarft. Skátarnir geta nýtt sér þetta fyrir sína starfsemi ásamt börn til leiks.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation