Brattabrekka - Bein hjólaleið

Brattabrekka - Bein hjólaleið

Þörf er á beinum hjólastíg um Bröttubrekku, aðgreindum frá göngustígnum. Af nægu veghelgunarsvæði er að taka. Núverandi stígur er þröngur og skældur, hæðarmunur milli gangstéttar og götu við götuþverun sums staðar mikill og niðurtektir götuþverana þannig að þeir sem nota hjól eða keyra barnavagna komast illa um. Snjóruðningur á veturnar er skrautlegur á núverandi stíg. Með almennilegum stíg hættir hjólreiðafólk að þvælast fyrir heiðarlegum bæjarbúum sem þurfa að komast um Bröttubrekku á bíl.

Points

Með almennilegum stíg hættir hjólreiðafólk að þvælast fyrir heiðarlegum bæjarbúum sem þurfa að komast um Bröttubrekku á bíl. Hugmyndin er í samræmi við gildandi hjólreiðaáætlun Kópavogsbæjar sem samþykkt var 2012. Meðal verkefna sem talin voru upp í „fyrsta áfanga framkvæmda á hjólaleiðum“ í þessari 7 ára gömlu áætlun er „Digranesvegur/Brattabrekka að Álfhólsvegi, skipuleggja fyrirkomulag hjólaleiða frá gatnamótum Dalvegar og upp að Álfhólsvegi.“ Það var vel til fundið, enda um eina helstu leið

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information