Skólalóðin hjá Lindaskóla er til skammar miðað við aðrar skólalóðir í Kópavogi. Risastórt malbikað svæði með nokkrum mörkum sem væri hægt að gera ótal margt skemmtilegra við. Það er talsverður halli á útisvæðinu öðrum megin (svell á veturna) og hreystibrautin er löngu orðin lúin. Myndi halda að þessi skóli eigi talsvert inni frekar en Salaskóli sem hefur fengið all hressilega yfirhalningu á undanförnum árum.
"Vel búin, aðlaðandi og örugg skólalóð ýtir undir hreyfingu barnanna í frímínútum" https://www.landlaeknir.is/servlet/file/store93/item12220/Handbok-um-hreyfingu_net_allt.pdf
Skólalóðin hjá Lindaskóla þarf algera yfirhalningu. Mikil þörf fyrir að gera svæðið öruggt, hálkublettir og grjóthrun eru ekki hlutir sem eiga heima á skólalóð. Það er nóg pláss í kringum skólann til að gera fjölbreytt, örvandi og skemmtilegt leiksvæði fyrir börnin í hverfinu.
Aukin fjölbreytni og meiri útivera barna hlýtur að vera af hinu góða - og bara löngu kominn tími til.
já það er löngu tímabært að ráðast í lagfæringar á lóð Lindaskóla. Bæði þarf að bæta leiktæki og fjölga þeim en einnig er lóðin orðinn óbarnvæn vegna grjóthruns, hálkupolla og almennra slita. Einnig má nefna lýsingu á lóðinni en hún er til skammar fyrir skólalóð.
This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation