Kanna áhrif loft og hávaðamengunnar frá Reykjavíkuflugvelli

Kanna áhrif loft og hávaðamengunnar frá Reykjavíkuflugvelli

Mikil flugumferð fer lágt yfir Kársnesið, sérstaklega á góðviðrisdögum. Lagt er til að Kópavogsbær geri mælingar á hávaða og loftmengun yst á Kársnesi árið 2020 og könnun meðal íbúa á áhrifum vegna flugumferðar og kynni fyrir íbúum. Sömuleiðis verði gerð úttekt á öryggi íbúa og fasteigna í fluglínu.

Points

Amen!

Það er varla meiri mengun af flugumferð en af bíla- og rútuumferð á Kársnesinu. Frekar að breyta áætluninni og fljúga ekki seint á kvöldin.

Íbúar undir og við fluglínu finna fyrir ónæði af hávaða og mengun af flugumferð. Aðflug á Reykjavíkuflugvöll yfir Kársnesið á sér stað fram undir miðnætti sum kvöld og heldur vöku fyrir ungabörnum.

Það hefur verið heldur meira af lágflugi undanfarið, svo lágu að maður sér nánast fólkið í gluggunum á smáþotunum og einu sinni svo lágu að ég hélt að þotan væri mögulega að hrapa og hringdi í 112. Maður getur ekki annað en óttast um öryggi hverfisins. Það er líka mikið um þyrlur að sveima yfir hverfinu með tilheyrandi hávaða, sérstaklega á sumrin. Það myndi trufla mann síður ef það væri ekki flogið svona ofboðslega lágt og þyrlurnar færu ekki nánast í útsýnisflug yfir heimilisgörðum fólks.

Það sem hefur truflað mig mest eru þyrluflugin á sumrin, á öllum tímum sólahrings. Það fer síðan eftir veðri og vindum hvort ég nái að spjalla við börnin þegar við erum úti í garði í góðu veðri í aðflugi.

Mikil breyting hefur orðið á hávaða frá flugvellinum. Fokkerinn er farinn sem var með mjög mikinn hávaða. Þá eru smávélarnar farnar en þær gátu verið allan daginn yfir hausnum á manni. Ég get ekkert kvartað yfir flugvellinum lengur. Hins vegar mætta banna allt flug eftir kl. 23 á kvöldin.

Back to group

This content is created by the open source Your Priorities citizen engagement platform designed by the non profit Citizens Foundation

Your Priorities on GitHub

Check out the Citizens Foundation website for more information